Prentmet hefur keypt öll hlutabréfin í Prentbergi ehf. og hefur tekið við rekstri fyrirtækisins. Prentberg var stofnað árið 1980 af Óskari G. Sampsted, Birni H. Björnssyni og Edvardi G. Oliverssyni. Markmið Prentmets er að efla reksturinn og auka þjónustuna enn frekar og bjóða upp á hraða, gæði og persónulega þjónustu.
Starfsfólk Prentbergs hélt áfram að starfa undir nafni Prentbergs í Auðbrekkunni fram til vors. Þá flutti starfsemin í húsnæði Prentmets í Skeifunni 6. Bæði fyrirtækin hafa átt gagnkvæm viðskipti og eru því mjög sterk tengsl þeirra á milli.