Kjarni Íslands, stórglæsileg ljósmyndabók er komin út hjá Sölku, á stærðinni 23×30 cm og er 152 bls. Bókin er eftir Kristján Inga Einarsson ljósmyndara en Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður færir hughrif landslagsins í orð. Kjarni Íslands er gefin út í enskri, franskri og þýskri útgáfu en íslenska er alls staðar hliðarmál.