Sælgætisgerðin Nói Síríus og Prentmet hafa átt sjö ára farsælt samstarf. Nú eru konfektkassarnir komnir úr prentun og eru þeir með nýju útliti með mögnuðum myndum frá gosstöðvunum, bæði fyrir og eftir gos, ásamt myndum máluðum af listakonunni Gunnellu (sjá myndir). Konfektið frá Nóa Síríus hefur í áratugi verið vinsæl jólagjöf hjá landsmönnum.

Það er gaman frá því að segja að Nói Síríus var fyrsti viðskiptavinurinn sem gerði samning við Prentmet um umbúðaframleiðslu þegar hún hófst fyrir 7 árum. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið allt frá upphafi og hefur það einkennst af mikilli fagmennsku á báða bóga og vilja til að gera góða vöru betri.