Þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kynnti Prentmet nýja og fullkomna prentvél af gerðinni Roland 704. Vélin er með stærsta prentformat á Íslandi (740x1040mm) og prentar fjóra liti í einni ufmerð – eða tvo liti beggja vegna í einni umferð. Vélin verður formlega tekin í notkun að menntamálaráðherra viðstöddum og mun hann á sama tíma taka við gjöf Prentmets til allra sex ára nemenda sem hefja munu nám á næstu dögum. Vélin er nýr valkostur á prentmarkaðinum til mótvægis við þær vélar sem fyrir eru á markaðinum sem allar eru í eigu Odda.