Athafna- og fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir hefur útbúið vefsíðu og leiðarvísi, sem prentaður er hjá Prentmeti bæði á íslensku og ensku, fyrir sælkera þar sem áfangastaðir fyrir ferðalanga eru kortlagðir yfir landið í heild. Má þar finna allt frá klassískum veitingastöðum, upp í skemmtileg bakarí. Það sem sameinar þá staði sem Vala valdi er að eðalhráefni er þar haft í fyrirrúmi og ferskleiki.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Express. Mikið er um erlenda ferðamenn um landið í sumar og mun leiðarvísirinn koma bæði landsmönnum og erlendum gestum spennandi á óvart.