Nýverið lauk prentun og frágangi á ljósmyndabók fyrir Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Bókin er prýdd myndum eftir  Magnús Ólafsson (1862-1937) og í bókinni eru 108 ljósmyndir teknar á fyrstu þremur áratugum 20. aldarinnar.  Um sérstaklega vandaða útgáfu er að ræða og hlotnaðist Prentmet sá heiður að vinna verkið.  Við sáum um litgreiningu og eftirlit með myndvinnslunni ásamt prentun, ráðgjöf um pappír, prentun og frágang og erum að sjálfsögðu upp með okkur að vinna slíkt glæsiverk sagði Hjörtur Guðnason sölustjóri og umsjónarmaður verksins hjá Prentmet.

Á myndinni er Hjörtur að afhenda Kristínu Hauksdóttur verkefnisstjóra hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrsta eintakið.