Nýverið var gerður heildarsamningur við Lýsi um prentun umbúða.  Útflutningur Lýsis hefur verið að aukast jafnt og þétt undanfarin ár og miklu skiptir að fyrirtækið fái lipra og örugga þjónustu varðandi framleiðslu umbúða.  Um er að ræða öskjur í fjölda stærða og gerða bæði fyrir innlenda og erlenda markaði.  Val fyrirtækisins á Prentmet sem þjónustuaðila endurspeglast ekki síst í hraða og persónulegri þjónustu.