Bókin er vel skipulögð og gerir auðvelt að þýða setningar frá einu tungumáli yfir í annað. Setningunum er skipt niður í kafla eftir því hvaða tækifæri á við og þær númeraðar í köflunum. Bókin passar vel í vasa og getur reynst handhægur ferðafélagi á flakki um heiminn.

Bókinni verður dreift til að byrja með hérna á Íslandi en fyrirhuguð er útgáfa í Evrópu, Asíu og Ameríku innan tíðar. Ákveðið var að notast við umbúðagerð Prentmets og hefur sérstök askja verið útbúin utan um bækurnar til dreifingar. Askjan er einnig hugsuð til útstillingar á vörunni fyrir söluaðila bókarinnar.

Bókin er hönnuð og umbrotin af Infotec en Prentmet ehf. sá um alla prentvinnslu og frágang. Umsjón fyrir hönd Infotec var í höndum Róberts Stefánssonar, framkvæmdastjóra Infotec og hugmyndasmiðs bókarinnar.