Nýverið birtist frétt á vef MAN ROLAND um markaðstengingu íslensks prentverks við hágæðaprentun og var prentun hjá Prentmet til umfjöllunar.  Tilkoma fréttarinnar var sú að Prentmet er að taka í notkun sína sjöttu prentvél af Roland gerð.  Getið er um að á íslenska prentmarkaðinum séu gerðar gríðarlegar gæðakröfur þó almennt sé um smá upplög sé að ræða og Prentmet hafi valið MAN ROLAND sem samstarfsaðila við uppbyggingu hágæðaprentunar sem afgreidd er á stysta hugsanlega tíma í framleiðslu.  Í fréttinni segir frá nýju 6 lita vélinni Roland 706 sem búinn er tveimur lakkkerfum, þurrkkerfi og sérhönnuð er til umbúðaprentunar.  Óhætt er að segja að um góða landkynningu er að ræða þar sem fjallað er um land og þjóð og hún tengd við framúrskarandi gæði í prentlistinni.