Í vikunni hóf Marínó Önundarson, prentari störf hjá okkur. Marinó er með meistarapróf í prentun og vann í rúman áratug hjá Prentmet og síðan í nokkur ár hjá Ísafold, næst í ferðaþjónustunni við akstur og síðastliðin ár hefur hann starfað við kennslu í Tækniskólanum í prenti og miðlun sem hann mun áfram sinna í hlutastarfi.

Í janúar byrjun hóf Björn Heiðar Pálsson störf hjá okkur sem nemi í prentun.  Hann lauk burtfaraprófi frá Tækniskólanum í prentiðn árið 2019 og síðan í grafískri miðlun haustið 2022.  Marínó Önundarson er meistari hans í prentiðn.  Björn Heiðar hefur fengist við margvísleg störf m.a. sölustörf hjá Símstöðinni, viðhald og vélaviðgerðir hjá Vatnajökul Dekk í Höfn í Hornarfirði og barþjónn hjá Bravó Reykjavík og síðast vann hann hjá Hótel Holt.

Það er mikill fengur að fá reynslubolta eins og Marinó í lið með okkur og einnig frambærilegan nema eins og Björn. 😊🌱