Prentmet Oddi fagnaði með starfsfólki, mökum og fyrrum starfsmönnum 30 ára afmæli 2. apríl sl. í salnum Sjónarhól í Kaplakrika. Prentmet sem er núna er Prentmet Oddi var stofnað 4. apríl 1992 af þeim hjónum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir. Í veislunni var boðið upp á glæsilegan þriggja rétta gala kvöldverð frá veitingamanninum Guðmundi Ragnarssyni. Það var kvikmyndaþema og stórstjörnur kvikmyndanna létu sig ekki vanta. Allar skreytingar voru hannaðar og framleiddar í Prentmet Odda í anda kvikmyndanna. Hinn eini sanni Örn Árnason stýrði veislunni af stakri snilld undir góðri píanóstemmningu Jónas Þóris. Örn hefur séð um að stýra stórafmælum fyrirtækisins frá stofnun. Söngvarar kvöldsins voru Fannar Ingi Friðþjófsson í Hipsumhaps og Hera Björk Þórhallsdóttir. Ásgeir Páll kom síðan kroppunum á dansgólfið og hélt uppi góðri stemmningu. Kvöldið var mjög vel lukkað í alla staði.