Nemendur úr ritlist ásamt kennara sínum Huldari Breiðfjörð frá Háskóla Íslands heimsóttu Prentmet Odda í morgun.  Áfanginn heitir ,,Á þrykk‘’ og snýst um bókagerð. Nemendur fá hugmynd að efni í bók og skrifa útfrá því í samvinnu við ritstjóra, það fer síðan í umbrot, næst próförk og að lokum er bókin prentuð. Hugmyndin er að nemendur kynnist sem flestum þáttum bókagerðar.

Í heimsókninn í Prentmet Odda fengu nemendur góða innsýn í það hvernig bækur eru framleiddar allt frá handriti að fullunnu verki. Fyrirtækið er vel tækjum búið
og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu í framleiðslu bóka. Í Prentmet Odda geta útgefendur bóka fylgst með allri vinnslu á öllum stigum framleiðslunnar. Heimsóknin endaði síðan með góðu kaffispjalli og kleinum