Við höfum ráðið nema til starfa í grafískri miðlun í útskot og stafræna prentun. Hann heitir Olivier Piotr Lis f. 01.03 ´04 og varð Íslandsmeistari í grafískri miðlun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars s.l. Sigur á mótinu veitir keppnisrétt á Euroskills sem fram fer í september n.k. Hann útskrifaðist með burtfarapróf frá Tækniskólanum 27. maí s.l.  Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri verður meistari hans. Olivier er af pólskum ættum og fæddur og uppalinn á Íslandi. Bjóðum Olivier velkominn til starfa.