Hún byggði fyrirlesturinn á bókinni How to be a star at work eftir Robert Kelley sem kom út árið 1998. bókinni segir Kelley frá rannsóknum sínum hjá Bell Labs sem er eitt stærsta rannsóknar- og þróunarfyrirtækið í heiminum. Þegar Kelley spurði fólk hvaðgreini framúrskarandi árangur frá meðalárangri fékk hann dæmigerð svör eins og t.d.: Framúrskarandi einstaklingar hafa meira sjálfstraust, þeir eru greindari, hafa meiri drifkraft, meiri sköpunargáfu, vinna hjá rétta yfirmanninum, vinna meira o.s.frv. Rannsóknir Kelley sýndu hins vegar að enginn þessara þátta greindi framúrskarandi einstaklinga frá þeim sem skiluðu meðalárangri. Samkvæmt Kelley eru níu vinnubrögð sem skera úr um hvort við náum framúrskarandi árangri eða og ef við viljum skara fram úr þá þurfum við að vera góð í þeim öllum. Þetta eru vinnubrögð eins og frumkvæði, að byggja upp tengsl, sjálfsstjórn, heildarsýn, að fylgja stefnu fyrirtækisins o.s.frv. Í fyrirlestrinum var fjallað um þessi níu vinnubrögð og árangurslíkan R. Kelley.
Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og lukkaðist vel. Fyrirlesarinn var faglegur og sagði skemmtilega frá efninu.