Vélin var keypt frá Englandi. “Mér líst rosalega vel á nýju vélina, hún kemur skemmtilega á óvart og afköst hennar eru miklu meiri en hjá þeirri vél sem við höfum haft hingað til. Nýja vélin gerir okkur líka kleift að taka að okkur fleiri verkefni í gyllingu, getum t.d. núna gyllt foldera sem við höfum alltaf þurft að gera í höndunum”, sagði Jóhann Petersen, verkstjóri í hæðarprentinu. Hann segir að alltaf sé töluvert að gera í gyllingunni, ekki síst fyrir jólin.

Jóhann við nýju gyllingarvélina, sem Prentmet keypti á dögunum.