Um þessar mundir er Prentmet að hleypa af stokkunum nýrri framleiðslulínu við gerð pappírsumbúða.  Segja má að með þessari viðbót á umbúðamarkaðinn sé mörkuð ný hugsun í umbúðaþjónustu á Íslandi.  

Markmiðið er að bjóða betri, fjölbreyttari og fleiri leiðir í framleiðslu umbúða en þekkst hefur hér á landi.  Vélarnar sem keyptar hafa verið til framleiðslunnar eru frá framleiðendum sem hafa þekkt þróunina í umbúðaframleiðslu í áratugi.  Í þessari viku er verið að fínstilla splunkunýja framleiðslulínu, stans- og límingarvélar frá BOBST, sem eru þær fullkomnustu til stönsunar og límingar umbúða í heiminum í dag.  

Prentmet mun bjóða upp á ráðgjöf við tölvuteiknun umbúðaforma ásamt því að kynna þær nýjungar sem í boði eru.  Umbúðaprentunin sjálf fer fram í splunkunýrri Roland 706 prentvél sem kynnt er hér í eldri frétt – vélin sú getur prentað allt upp í 850 gr. pappír.  

Við bjóðum þér nýja hugsun í framleiðslu og þjónustu ? styttri tíma, hámarksgæði og sanngjarnt verð.

20030701 Stans