Vélin getur tekið verk beint úr Acrobat (pdf), Word og flestum öðrum forritum. Nýja vélin hentar afar vel í breytilega prentun en hún er búin 5 skúffum, þar af þremur í A3. Hún er gefin upp fyrir 80-220 gramma pappír. Þá hefur vélin möguleika á að hefta beint úr vél í horn, eitt hefti, eða kjöl með tveim heftum, hverju setti. Hún getur einnig límt í kjöl og sett á kjalband. Þetta kemur sér mjög vel þegar verið er að vinna ráðstefnugögn eða annað slíkt. Vélin er einnig búin ýmsum öðrum kostum, t.d. er hægt að senda verk beint í brot og heftingu. Prentmet bindur miklar vonir við nýju vélina sem á örugglega eftir að koma sér vel fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.