Föstudaginn 18. október hélt Prentmet upp á 10 ára afmæli sitt. Þá var einnig gengið frá kaupum á nýrri prentvél frá Markúsi Jóhannssyni. Um er að ræða 6 lita Man Roland 706 með tvöföldu lakkkerfi (Water Bace / UV). Prentformatið er 740×1040 mm og pappírsþykkt er 0,4-1,1 mm. Vélin er sérstaklaga hönnuð fyrir umbúðaprentun þó að hún henti jafnframt allri venjulegri prentun. Vélin verður tekin í notkun með hækkandi sól á næsta ári.