Hraði og áreiðanleiki sem er að taka stafræna prentun á hærra stig!

Nú hefur Prentmet Oddi tekið í notkun nýja og öfluga stafræna prentvél sem er af gerðinni Ricoh Pro C 9200.  Vélin er hraðvirk og öflug stafræn prentvél fyrir framleiðsluprentun og ein sú öflugasta sem keypt hefur verið til Íslands. Vélin er hönnuð til að  mæta krefjandi og miklu álagi og fjölbreytileika í prentverki.

Ricoh Pro C9200 skilar vandaðri litaprentun með allt að 115 blaðsíðna hraða á mínútu og stærsta arkarformat er 326 x 1.255 mm.

Vélin getur prentað allt að 1 milljón A-4 eintaka á mánuði. Á fimm ára tímabili getur Ricoh Pro C9200 prentað 60 milljónir blaða frá 52 gr. til  470 gr. pappír og heldur vélin fullum hraða á hvaða pappírstegund sem er.

Til að auka áreiðanleika, og vinnsluhraða er hægt að vinna við vélina á keyrslu t.d. með að bæta við pappír eða skipta um tóner. Þeir Brynjar, Davíð og Kolbeinn eru allir hæst ánægðir með nýju vélina í stafrænu deildinni. Þeir eru allir sammála um að vélin sé bæði afkastamikil, hefur mikla framleiðslumöguleika og skilar góðum gæðum segja þeir.