Prentmet Oddi var að að taka í notkun nýja umbúðavél sem getur límt glæra glugga inn í öskjur eins og algengt er á kökuöskjum og fyrir önnur matvæli. Er þetta fyrsta vél sinnar tegundar hér á landi. Með tilkomu vélarinnar opnast ýmsir möguleikar fyrir matvælaframleiðendur þar sem ekki þarf að setja ákveðnar vörur lengur í plast áður enn varan er sett í öskjuna. Hægt er að prenta á pappír sem hentar fyrir slík matvæli og líma inn glæran glugga sem sýnir vöruna.
View this post on Instagram