Í þessari viku tekur Prentmet í notkun fullkomnustu arkaprentvél sinnar tegundar á Íslandi. Vélin, sem sérhæfð er til umbúðaframleiðslu, er af gerðinni Roland 706. Prentvélin prentar sex liti í einni og sömu umferðinni auk þess að búa yfir lakkbúnaði með tveimur gerðum lakks, vatnslakki og UV lakki, sem gefur frábæra útkomu í prentverki. Vatnslakk gefur prentgripnum þannig áferð að ekki er ósvipað því að örkin hafi verið vaxborin, sem gefur prentuninni skemmtilega mattan blæ. UV lakk er háglans sem þekkst hefur á kápum þekktustu tímaritanna hér á landi. Með þessari nýju og fullkomnu vél gefst hönnuðum og hugmyndasmiðum tækifæri til að fara nýjar og áður óþekktar slóðir í hönnun prentgripa sem framleiddir eru hér heima.

Vélin getur prentað allt frá þeim þynnsta pappír sem til er til þykkasta kartons ásamt bylgjupappa. Mikill spenningur prentkaupenda er fyrir gangsetningu vélarinnar og við hjá Prentmet hlökkum til að þjóna nýjum markhópi í umbúðum ásamt því að geta boðið núverandi viðskiptavinum upp á verulegar nýjungar í prentun.