Með þessari viðbót er fyrirtækið að auka afkastagetu sína og öryggi gríðarlega. Framleiðslugeta plötuskrifarans er 40 plötur á klukkustund sem þýðir að afköstin í plötugerðinni aukast um rúmlega 130%. Með þessu fullkomna tæki fylgir einnig fullkomið plötumagasín (multicasette) ásamt Mercury framköllunarvél. Kodak Magnus 800 er einn fullkomnasti og mest seldi plötuskrifarinn á markaðnum í dag. Við skrifarann er notaður hugbúnaður sem ber heitið Prinergy Evo og er honum stjórnað í gegnum Macinthosh eða PC vél eins og leikur einn. Meðfylgjandi mynd var tekin af Jóni Þór Guðmundssyni, verkstjóra við nýja plötuskrifaranna, sem var formlega tekin í notkun í síðustu viku.