Prentmet hefur tekið í notkun fullkomið stafrænt farfastýringarkerfi (Digital Ink Preset system-DIPS) frá Printflow. Kerfið er tengt öllum stærri offset prentvélum hjá Prentmet og tekur við tölvugögnum frá Prinergy rippanum um leið og Kodak Lotem 800 plötuskrifari skrifar út prentplötur. Prentarar þurfa nú færri arkir til innstillingar og því styttir þetta nýja kerfi innstillingarferlið og takmarkar afföll í pappír. Með þessu er Prentmet að tryggja hámarksgæði og stöðugleika í prentun. Kerfið í Prentmet er fyrsta kerfið frá Printflow á Íslandi. Söluaðili Printflow á Íslandi er Hans Petersen.

“Þetta er mikil hagræðing í okkar vinnslu og ég hef mikla trú á að þetta muni skili viðskiptavinum okkar gæðaaukningu svo um munar ásamt því að auka starfsmannaánægju” segir Hörður Sigurbjarnarson aðspurður um þann árangur sem óskað er eftir með innleiðingu kerfisins.

Myndatexti: Prentarar Prentmets læra af sérfræðingi Printflow DIPS