Í lok febrúar sl. var undirritað samkomulag um sölu og kaup á öllu hlutafé í Prentmeti ehf., sem háð var eðlilegum fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Tilboðsgjafar, Edda Printing and Publishing Ltd. fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags og eigendur Prentmets ehf. hafa ekki komist að samkomulagi um endanlegt kaupverð að könnun lokinni. Aðilar eru því sammála um, að samkomulagið er því úr gildi fallið og málinu lokið.

Prentmet var stofnað 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Fyrirtækið hefur dafnað vel og starfa þar nú rúmlega 100 manns. Prentmet leggur áherslu á hraða, gæði og persónulega þjónustu og hefur nú yfir að ráða mestri breidd í prentun á Íslandi. Dótturfélag Prentmets, Prentverk Akraness.

Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ragnar Guðmundsson forstjóri Prentmets ehf. í síma 85 60 600 og Páll Bragi Kristjónsson forstjóri Eddu útgáfu hf. í síma 660 2079 .