Á öskudaginn mætir starfsfólk Prentmets í búningum og ýmsum gervum í vinnuna. Það er ekkert gefið eftir í ár en þetta er 8. árið í röð sem starfmenn gera sér og viðskiptavinum sínum glaðan dag með þessu skemmtilega uppátæki. Kosið er innanhús um frumlegustu deildina/útibúið og búninginn. Þetta er gríðalega góður siður sem lyftir starfsandanum og kemur öllum í gott skap. Í fyrirtækinu má meðal annars sjá Svanina á Selfossi , Gula liðið frá Akranesi, Íþróttaliðið í söludeildinni, Þjóðverja að halda upp á októberfest, Kúreka, Rannsóknalögreglu, Poppara, Glæpakvendi, Rústabjörgunarsveit, Mexikana, Lækna og svo frv.

Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta búninginn og deildina. Sigurvegari í ár var Gunnar Halldórsson deildastjóri plötudeildar sem var í hlutverki 80’s glysrokkara. Umbrotsdeild Prentmets vann afgerandi sigur sem deild og var í gerfi þjóðverja að halda upp á októberfest.

Í fyrra sigraði Prentmet Suðurlands á Selfossi sem deild og var í gerfi brunaliðsmanna með brennandi heitar fréttir í Dagskránni, sem er fréttabréf gefið út af Prentmeti Suðurlands. Sigrún Jóna Leifsdóttir prentsmiður vann í fyrra þegar hún var í gervi Sollu stirðu úr Latabæ.

Hér á neðan má sjá myndir sem voru teknar af deginum og myndband eftir Tryggva Rúnarsson starfsmann Prentmets.