Létt var yfir öskudeginum í Prentmeti 8. mars s.l. Starfsfólk mætti að góðum sið í grímubúningum í vinnuna. Kosið var um besta búninginn og flest atkvæði hlaut Kári Freyr Jensson, sem var uppábúinn sem Magnús með fötuna, karakterinn sem hinn landsþekkti leikari Þórhallur Sigurðsson, Laddi hefur gert frægan. Annað sæti fékk Ingibjörg Steindórsdóttir sem var óþekkjanleg í gervi gamals karls og þriðja sæti hlaut Guðrún Haraldsdóttir fyrir frábært gervi húsamálara. Það má taka það fram að Guðrún vann í fyrra með búning sinn og gervi sem nefndist Kaffikonan sem hún hannaði og gerði sjálf. Vinningshafar fengu vegleg verðlaun.

Síðan voru veitt verðlaun fyrir frumlegustu deildina á öskudaginn og varð formhönnunardeildin fyrir valinu. Voru allir starfsmenn þar klæddir í blóðsugu- eða draugagervi og deildin var öll skreytt í þeim anda.

Mörg börn komu í heimsókn til þess að syngja fyrir starfsfólki og fá sætindi. Dagurinn var afskaplega skemmtilegur og ánægjuleg tilbreyting fyrir starfsfólkið.

20060307 oskudagurinn02 20060307 oskudagurinn03 20060307 oskudagurinn04