Bókin „Jón forseti allur?“ eftir Pál Björnsson sagnfræðing hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2011. Sögufélagið gefur bókina út og Prentmet sá um prentun og bókband.

Bókin er um táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Þetta er í tuttugasta og þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent en fyrst var tilnefnt til þeirra árið 1989.

,,Jón Sigurðsson varð að þjóðhetju með forystu sinni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Allt frá andláti hans árið 1879 hafa landsmenn hagnýtt sér minningu hans með fjölbreyttum hætti: t.a.m. með sögusýningum, hátíðahöldum, minnismerkjum, kveðskap, bókaútgáfu, minjagripum, myndverkum og pólitískum deilum. Bókin dregur fram og skýrir á hvern hátt opinberir aðilar, félagasamtök, fjölmiðlar, stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur hafa gert sér mat úr táknmynd Jóns. Nýstárleg bók um Jón forseta.“ (Bókatíðindi 2011).