Þau höfðu þrjú höfuðmarkmið að leiðarljósi við stofnunina: „Hraði, gæði og persónuleg þjónusta”, sem hafa verið einkunnarorð fyrirtækisins í öll þessi ár.

Í tilefni af afmælinu verður haldin glæsileg afmælishátíð með stæl á Broadway fyrir góða viðskiptavini, starfsmenn og maka þeirra.

Í dag er Prentmet með starfsemi við Lyngháls 1 í Reykjavík, á Selfossi (Prentmet Suðurlands) og Akranesi (Prentmet Vesturlands). Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 130 talsins.