KB banki hafði samband þar sem óskað var eftir prentun á skýrslu. Þessi skýrsla var í stærðinni A4 og um 200 blaðsíður. Verkefnið kom til okkar á tölvupósti snemma að morgni og átti að vera tilbúið fyrir klukkan 14:00 sama dag í 80 eintökum.

Við stóðum undir væntingum þeirra og fengum þessa umsögn senda til okkar frá Hrefnu Hrólfsdóttur í fyrirtækjaráðgjöf KB Banka:

Það var ótrúleg hamingja með bleiku biblíuna. Ég kunni vel að meta óumbeðna og kreatíva snyrtimennsku í þínum herbúðum – forsíðan látin endurtaka sig sem saurblað í svarthvítu og auðum blaðsíðum bætt í viðauka til að fá millispjöldin öll á hægri síðu og viðaukakaflana hægra megin til að byrja á hægri síðu … og svo yljar mér alltaf um hjartarætur þegar kjölurinn er vel límdur eins og ykkar er von og vísa.

Takk kærlega. Þið fáið 10+