Þessi plötuskrifari, Kodak Magnus 800, er hrein viðbót í forvinnsluna hjá Prentmeti, þar sem fyrir er Kodak Lotem 800. Með þessari viðbót er Prentmet að auka afkastagetu sína og öryggi gríðarlega.Framleiðslugeta Kodak Magnus 800 er 40 plötur á klukkustund sem þýðir að afköstin í plötugerðinni aukast um rúmlega 130%. Með þessu fullkomna CTP tæki eða plötuskrifara fylgir einnig fullkomið plötumagasín (multicasette) ásamt Mercury framköllunarvél. Kodak Magnus 800 er einn fullkomnasti og mest seldi plötuskrifarinn á markaðnum í dag. Umboðs- og söluaðili Kodak GCG og Mercury er Petersen ehf.