Prentmet hefur keypt og flutt alla starfsemi sína í glæsilegt 3800 fm atvinnuhúsnæði að Lynghálsi 1. Flutningar fóru aðalega fram helgina 20 – 22 desember. Húsnæðið var keypt af DeCode. Hans Petersen byggði þetta hús árið 1981 og var með starfsemi sína þar þangað til 1998 þegar DeCode keypti húsnæðið. Við erum nú að vera búin að koma okkur þokkalega fyrir og getum tekið vel á móti viðskiptavinum okkar á nýja staðnum.