Auk þeirra frábæru listamanna sem ljá Styrktarfélaginu verk sín af rausn leggja margir hönd á plóginn. Prentmet framleiðir umbúðir og allt prentverk sem viðkemur kærleikskúlunni og starfsfólk Áss, vinnustofu Styrktarfélags vangefinna, hefur séð um að setja saman kassana undir kúlurnar, klippa borðana og pakka svo öllu saman.

Fyrsta Kærleikskúlan kom út árið 2003 og reið Erró á vaðið með verkinu 2 MÁLARAR, ári síðar var það Ólafur Elíasson með AUGAÐ og í ár er það Rúrí með verkið ÁN UPPHAFS ÁN ENDIS.

Sölustaðir Kærleikskúlunnar eru:

Home art – Smáralind
Kokka – Laugavegi 47
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsinu
Villeroy & Boch búðin – Kringlunni
Valrós – Akureyri
Norska húsið – Stykkishólmi
Bláa blómið – Höfn
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra