Öskudagurinn þetta árið var með þeim skemmtilegri sem starfsmenn Prentmets muna eftir. Börnin hlupu á milli fyrirtækja líkt og venjulega til að syngja lög fyrir nammi og starfsmenn Prentmets mættu í sínu fínasta pússi. Hér mátti sjá sjómenn, veiðimenn, ofurmenn, karmellu og alls kyns fleiri sniðuga karaktera. Einnig tóku tvær deildir sig til og bjuggu til þema. Formhönnunardeildin breytti skrifstofunni sinni í Mexíkó og umbrotsdeildin mætti sem ein stór fjölskylda.

Þegar leið á daginn mættu fréttamenn úr Kastljósinu til að mynda og spjalla við starfsmennina. Vel var tekið á móti þeim og fólkið sprellaði fyrir myndavélina. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum degi og tengil yfir í Kastljós á netinu.

20070223 Oskudagur02 20070223 Oskudagur03

20070223 Oskudagur04

20070223 Oskudagur05 20070223 Oskudagur06