Sælgætisverksmiðjan Freyja ehf. hefur fest kaup á Mónu ehf. sælgætisgerð. Með kaupunum ná fyrirtækin umtalsverðri hagræðingu í framleiðslu og þróun þeirra ágætu vara sem þessi rótgrónu fyrirtæki hafa framleitt í munna landsmanna um árabil.

Prentmet og hin sameinuðu fyrirtæki hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu og utanumhald á öllu almennu prentverki fyrir Freyju og Mónu. Má þar nefna umbúðir, kynningargögn og almennt prentverk sem fyrirtækin nota. Prentmet mun veita fyrirtækjunum þjónustu við vöruþróun.

Fyrirtækin munu vinna í sameiningu að áætlanagerð og vöruþróun svo að hægt sé að ná hámarks hagræðingu fyrir báða aðila.