Þriðjudaginn 26. mars 2002 keypti Prentmet ehf. Íslensku Prentsmiðjuna ehf. og öll tæki þess og búnað. Starfsemin verður flutt í húsnæði Prentmets á næstu dögum. Fimm starfsmenn ÍP munu hefja störf hjá Prentmet í kjölfar kaupanna. Markmið okkar er að efla reksturinn enn frekar og auka þjónustuna og bjóða upp á hraða og persónulega þjónustu.