Hægt er að skrifa allt að 29 prentplötur í stærsta prentformati á klst. Á myndinni eru frá vinstri: Jón Þór Guðmundsson, verkstjóri í forvinnsludeild, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prentmets, Thor Gudmundsen, sölustjóri CREO á Norðurlöndum og Matthías Á. Jóhannsson, sölustjóri Hans Petersen á Íslandi. Einnig var undirritaður samningur um kaup á Kodak Electra Excel prentplötum.