Prentmet Oddi er bakhjarl Birkiverkefnisins sem fór fyrst af stað haustið 2020 á degi Íslenskrar náttúru. Átakið fór af stað á sama degi í ár.  Landgræðslan og  Skógræktarfélag Íslands standa fyrir átakinu  og óskað er eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Prentmet Oddi hefur nú hannað og prentað öskjur fyrir birkifræin á þessu misseri sem allur almenningur og hópar vítt og breitt um landið munu safna fræjum í.  Landsmenn munu safna birkifræjum í nágrenni sínu eða í völdum birkiskógum í sínum landshluta. Á öskjunni merkir fólk hvar og hvenær fræið er tínt. Hægt verður að skila öskjunum með birkifræjunum í sérmerktar tunnur í verslunum Bónus og stöðvum Olís. Fræin þurfa að vera í kæli ef þarf að geyma þau. Alltaf þarf að skrá hvar og hvenær fræið var tínt. Hægt er að skrifa þetta á box átaksins. Fræin sem er skilað á söfnunarstöðvar verður dreift undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Að vera bakhjarl Birkiátaksins er þáttur í umhverfisstefnu fyrirtækins.  Hérna er hægt að nálgst hana. https://prentmetoddi.is/prentmet-oddi/markmid-og-stefnur/umhverfisstefna/