Prentmet Oddi var samstarfsaðili Hönnunar mars 2023 og sá um prentun á veggspjöldum og pappírsfatnaði sem að  hátískuhönnuðurinn Helga Björnsson hannaði. Viðburður Helgu var haldin á The Roof á Reykjavik Edition Hotel föstudaginn 5. maí sl við góðar undirtektir. Helga er þekkt fyrir litagleði og geometrísk mynstur í hönnun sinni. Þessi viðburður var mjög líflegur  teikningar hennar og mynstur minntu okkur á vorið og íslenska veðurfarið.