Actavis er nýtt nafn á lyfjafyrirtækinu Pharmaco og varð Prentmet fyrir valinu þegar kom að prentun fyrir nýja fyrirtækið. Auglýsingastofan Hvíta húsið sá um hönnun á öllum prentgripum tengdum nýju nafni.

Töluverð undirbúningsvinna var unnin í samráði við Hvíta húsiði fyrir Actavis og þar sem ekki var búið að upplýsa á markaðnum hið nýja nafn og fyrirtækismerki skipti leyndin gríðarlegu máli.  Prentmet naut traustsins og hélt allri vinnslu leyndri eins og lög gera ráð fyrir þó svo öll prentsmiðjan væri undirlögð í prentverki fyrir Actavís.
Tæknimenn Prentmets veittu faglega ráðgjöf um skil prentverksins því um fjöldann allan af formum var að ræða. Gerðar voru sérstakar tæknilýsingar til hönnuða til að auðvelda skil verka til prentunar.

Gæði, hraði og þægilegt viðmót starfsmanna er það sem Prentmet getur státað af, sagði Hrafnhildur Júlíusdóttir hjá Hvíta húsinu. Stuttur afgreiðslutími og gæði prentunar voru þættir sem skiptu miklu máli, sagði Hrafnhildur ennfremur.
 
Prentmet óskar hinu nýja fyrirtæki velfarnaðar í rekstri í framtíðinni og sendir góða strauma með öllu prentverkinu fyrir Actavis.