Út er komin Stykkishólmsbók í fjórum bindum, sem prentuð er í Prentmeti. Eru bindin fjögur í fallegri öskju, sem einnig er framleidd í hér Prentmeti. Bókin kom fyrst út árið 2002 eftir Braga Straumfjörð Jósepsson og fjallar um íbúa Stykkishólms og byggðaþróun í Stykkishólmi fram til ársins 1950. Nú hefur bókin verið gefin út aftur og af því tilefni var Bragi fenginn til þess að segja nánar frá í bókinni.

Bókin er í fjórum bindum í sama broti og með sama útliti og fyrri bækurnar þrjár og ná yfir tímabilið frá 1950 til 2008. Prentmet sá einnig um prentun fyrri bókanna og voru þær þá þrjár og núna eru þær fjórar. Umbrot, yfirlestur og prófarkalestur er í höndum fyrirtækisins Þögn ehf. Í stórum dráttum skiptist þessi hluti Stykkishólmsbókar í fimm meginkafla. Það er: Vesturbær, Miðbær, Austurbær, Flatir og Suðurbær. Síðan er viðbótarkafli þar sem fjallað er um íbúa og byggðaþróun í Stykkishólmi frá 2001 til loka ársins 2008. Þótt þessar fjórar bækur sem nú eru að koma út séu í meginatriðum svipaðar fyrri bókunum má segja að núna sé aðaláherslan lögð á hinn ættfræðilega þátt og einnig búferlaþróunina.

Í bókinni eru áhugaverðir pistlar, þar sem innfæddir Hólmarar minnast uppvaxtaráranna í Stykkishólmi. Þetta eru um 30 einstaklingar, sem með ýmsum hætti bregða upp skemmtilegum og fróðlegum myndum af því hvernig var að alast upp í Stykkishólmi á umræddu tímabili.

Bókin skartar fjöldanum öllum af ljósmyndum bæði andlitsmyndum af einstaklingum sem fjallað er um ásamt fimm ljósmyndasöfnum með tækifærismyndum, umhverfismyndum og myndum af einstökum fjölskyldum.