Nýlega undirritaði Prentmet samning við Danska fyrirtækið Sören Berggreen Emballage (SB)um sölu og dreifingu á þeirra vörum á Íslandi. SB er einn stærsti framleiðandi í Skandinavíu á öllum gerðum sölustöndum og auglýsingatengdu efni. Helstu framleiðsluvörun SB eru t.d. pappakassar (bylgja) sölustandar, bæði gólf og borðstandar og gjafaöskjur. Gaman er að segja frá því að SB eru komnir með nýjung á markaðinn sem eru kælistandar sem eru sér merktir hverjum og einum sem þá nota. Þessir standar hafa slegið í gegn í Evrópu, sérstaklega vegna þess að ekki hefur í gegnum tíðina verið hægt að vera með kælivöru á tilboðs endum og torgum í verslunum eða við afgreiðslukassa því að mikinn kælibúnað hefur þurft til að halda vörunni kaldri. Nú er búið að leysa þetta mál með þessum stöndum sem eru færanlegir, það eina sem þeir þurfa er innstunga fyrir rafmagn.

„Samningur þessi er góður fyrir Prentmet með tilliti til þess að núna getum við þjónustað fyrirtækin okkar með bæði borð og gólfstanda úr bylgjupappa, sérprentaðan í hágæða prentun ásamt gjafaöskjum úr bylgjupappa í öllum stærðum og gerðum“, sagði Árni Björn sölustjóri hjá Prentmet. Hann segir ennfremur að samningurinn geri það að verkum að þjónustustig Prentmet eykst við innkomu Sören Berggreen til fyrirtækisins, það sé einmitt það sem Prentmet hefur kappkostað í gegnum árin, að veita mikla og góða þjónustu. „Nei, þetta var ekki erfið fæðing, eftir að umboðsmaður þeirra hafði skoðað fyrirtækið hjá okkur þá var það enginn vafi í hans augum að við værum rétta fyrirtækið til að vinna með á Íslandi“, sagði Árni Björn aðspurður hvort erfitt hefði verið að landa samningum.

Myndatexti: Sýnishorn af vörum frá Sören Berggreen en Prentmet er nú sölu og dreifingaaðili fyrirtækisins á Íslandi.

20061018 soren02