Verkefnið er umfangsmikið en hið nýja kerfi tekur á öllum verkferlum fyrirtækisins á sviði innkaupa og framleiðslu auk verkefna í söludeild. Þá inniheldur kerfið einnig öflugt fjárhags- og viðskiptamannakerfi. Prentsmiðjukerfið í Axapta hefur verið í þróun í nokkur ár hjá Lean Projects í Sviss og verið innleitt hjá mörgum prentsmiðjum á meginlandi Evrópu. Þar sem kerfið er þróað í Axapta munu öll gögn og verkferlar flæða um eitt samhæft kerfi til mikillar hagræðingar fyrir reksturinn. Með hraða, gæðum, og persónulega þjónustu að vopni hefur starfsfólki Prentmets tekist að skipa sér í fremstu röð á markaðinum. Með vali sínu á Axapta mun fyrirtækið verða enn betur í stakk búið til að auka forskot sitt, auka hagræði og veita enn betri þjónustu en áður.