Fyrstu eintök vörulista RV afhent. Rúnar Gunnarsson, viðskiptastjóri Prentmets, sést hér afhenda Annettu Björk Scheving, hönnuði hjá Tunglinu, Kristjáni Einarssyni, forstjóra RV, og Hrafnhildi Báru Guðjónsdóttur, fræðslu- og markaðsstjóra RV, nýprentaðan lista.

Prentmet hefur prentað nýjan og glæsilegan vörulista fyrir Rekstrarvörur. Listinn dregur fram aðalvörur í helstu vöruflokkum hjá fyrirtækinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rekstrarvörulistinn kemur út og er óhætt að fullyrða að hann hafi aldrei verið glæsilegri, hvort sem litið er á útlit eða innihald.

Rekstrarvörulistinn hefur jafnan verið mikilvægt vinnugagn starfsfólks og viðskiptavina RV, en auk þess að gefa góða mynd af úrvalinu hjá RV hefur listinn að geyma ítarefni og hagnýtar upplýsingar fyrir viðskiptavini. Nýi listinn ætti því líkt og fyrri listar að auðvelda viðskiptavinum innkaup og samskipti við starfsfólk RV.

Það var auglýsingastofan Tunglið sem hannaði og braut um listann en prentvinnsla var hjá Prentmet. Umsjón af hálfu RV annaðist Hrafnhildur Bára Guðjónsdóttir. Það er von okkar að vörulistinn muni koma viðskiptavinum Rekstrarvara að góðum notum.