Nýlega var undirritaður rammasamningur um prentun á milli Ríkiskaupa og Prentmets. Samningurinn felur í sér að ríkisstofnunum og sveitarfélögum er heimilt að kaupa alla sína prentun hjá Prentmeti. Nú þegar eru margar ríkisstofnanir í viðskiptum hjá fyrirtækinu, ásamt nokkrum sveitarfélögum. Á næstunni mun Prentmet kynna starfsemi sína fyrir þeim samningsaðilum, sem hafa ekki verið áður í viðskiptum hjá Prentmeti. Hér er um tímamótasamning að ræða, sem eigendur og starfsmenn Prentmets eru mjög stoltir af.