Prentmet og Athygli skrifuðu undir samning á prentun á bæklingi fyrir ÁTVR þann 17. október s.l. Bæklingurinn heitir „Nýtt í vínbúðinni“ og mun m.a. kynna vín í reynslusölu ásamt sérlista. Bæklingurinn verður prentaður í 10.000 eintökum og kemur út 6 sinnum á ári. Það voru þeir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Athygli, og Hjörtur Guðnason, sölustjóri Prentmets, sem undirrituðu samninginn.