Í þeim tilgangi leggur Prentmet starfsemi SOS-barnaþorpanna lið með fjárstuðningi. SOS barnaþorpin munu með þessum samning birta merki Prentmets á heimasíðu sinni þar sem styrktaraðila er getið, birta merki Prentmets í einu tölublaði fréttablaði SOS-barnaþorpanna á Íslandi og nota merki SOS-barnaþorpanna á starfsmannafundi Prentmets sé eftir því leitað. Á móti er Prentmet heimilt að birta merki SOS-barnaþorpanna á heimasíðu sinni og að nota merki SOS – barnaþorpanna í innra starfi sínu. SOS barnaþorpin starfa í 132 löndum. Starfsfólki Prentmet er velkomið að heimsækja SOS-barnaþorp í þessum löndum og kynna sér það starf sem þar er unnið. Skrifstofa barnaþorpanna á Íslandi hefur milligöngu um slíkar heimsóknir enda sé fyrirvarinn góður.