Í desember síðastliðnum var undirritaður samstarfssamningur milli Prentmets og Saltkaupa hf, dótturfyrirtækis SÍF, þess efnis að Saltkaup hf. muni kaupa umbúðir fyrir fiskiðnað af Prentmet.

Saltkaup hf. er öflugt og vel þekkt fyrirtæki í þjónustu og sölu á umbúðum og annarri tengdri þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegs- og fiskiðnaði. Saltkaup hf. þjónustar einnig fyrirtæki í þeim geira víðsvegar um heim t.d. í Frakklandi, Bandaríkjunum og Englandi svo eitthvað sé nefnt.

Eftir úttekt Saltkaupa hf. á Prentmet, þar sem farið var yfir alla þá þætti sem Saltkaup hf. setja sem skilyrði fyrir viðskiptum s.s. hreinlæti og heilbrigðismál við framleiðslu matvælaumbúða, þjónustustig, gæðamál o.fl., var gengið frá samningi við Prentmet til næstu ára.