Prentmet hefur um alllangt skeið séð um prentun og vinnslu á félagsblaði Hundaræktarfélags Íslands, Sámi. Í ár tók Prentmet jafnframt að sér umbrot blaðsins. Fékk umbrotsaðili nokkuð frjálsar hendur með útlit blaðsins og er ætlunin að nota þetta útlit áfram við útgáfu blaðsins. Eins og önnur þjónusta sem Prentmet hefur innt af hendi fyrir Hundaræktarfélag Íslands þá gekk öll vinnsla á 1 tbl. Sáms 2006 hratt og vel fyrir sig. Allir lögðust á eitt, bæði ritstjórn Sáms og starfsmenn Prentmets, að koma blaðinu út fyrir ákveðinn tíma. Með samstilltu átaki og frábærri samvinnu leit glæsilegt blað dagsins ljós á réttum tíma. Bestu þakkir fyrir það.

Með von um áframhaldandi árangursríkt og gott samstarf

f.h. Hundaræktarfélags Íslands

Jóna Th Viðarsdóttir

formaður