Sannkölluð jólastemmning var hjá starfsfólki Prentmets á Þorláksmessu. Fyrirtækið bauð starfsmönnum sínum í jólakaffi kl. 14 og afhenti þeim gjafir frá fyrirtækinu. Allir sungu Bráðum koma blessuð jólin og Hátíð í bæ undir stjórn Ara Jónssonar prentara og söngvara og Davíð, prentsmiður í formhönnunardeild, spilaði undir á gítar.

Allir fóru sáttir og glaðir í jólafrí eftir annasama daga.