Það er gaman frá því að segja að Nói Síríus var fyrsti viðskiptavinurinn sem gerði samning við Prentmet um umbúðaframleiðslu þegar hún hófst fyrir sex árum. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið allt frá upphafi og hefur það einkennst af mikilli fagmennsku á báða bóga og vilja til að gera góða vöru betri.